Sport

Hopkins: Loksins fæ ég möguleika á að hefna mín

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bernard Hopkins.
Bernard Hopkins. Nordic photos/AFP

Gömlu hnefaleikakempurnar Roy Jones Jnr og Bernard Hopkins mætast loks aftur í hringnum 3. apríl í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Kapparnir mættust fyrst í hringnum árið 1993 í baráttunni um IBF-millivigtar beltið og þá hafði Jones Jnr betur. Hopkins reyndi ítrekað að fá tækifæri til að mæta Jones Jnr aftur og ögraði honum við hvert tilefni í fjölmiðlum en án árangurs.

Leiðir kappanna skildu svo þegar Jones Jnr færði sig upp um þyngdarflokk á meðan Hopkins réði ríkjum í millivigtar-flokkum. Það er ekki fyrr en nú, sautján árum síðar, sem að Hopkins færi tækifæri til þess að hefna.

„Ég er búinn að horfa á bardagann sem Roy vann örugglega um það bil milljón sinnum og það er kominn tími til þess að ég loki þessum kafla í lífi mínu. Loksins fæ ég möguleika á að ná fram hefnd," segir Hopkins en tvímenningarnir hafa vissulega verið í betra standi en nú en komnir á aldur.

Hinn 45 ára gamli Hopkins hefur tapað þremur af síðustu átta bardögum sínum og hinn 41 árs Jones Jnr hefur tapað fimm af síðustu tíu bardögum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×