Lífið

Íslandsvinir með tónleika

tom brosseau Tom Brosseau og Gregory & the Hawk stíga á svið á Faktorý í kvöld.
tom brosseau Tom Brosseau og Gregory & the Hawk stíga á svið á Faktorý í kvöld.

Bandarísku tónlistarmennirnir Tom Brosseau og Gregory & the Hawk spila á Faktorý í kvöld ásamt Mr. Sillu.

Brosseau og Gregory hafa leikið á tónleikum með múm, Amiinu, Ólöfu Arnalds og Lay Low á erlendum vettvangi. Þau eru bæði á mála hjá breska útgáfufyrirtækinu Fat Cat, því hinu sama og gaf út plötur Sigur Rósar og múm á mótunarárum þeirra. Gregory & the Hawk er listamannsnafn tónlistarkonunnar Meredith Godreau, en hún og Tom Brosseau koma hingað til lands beint af sameiginlegu ferðalagi um Evrópu.

„Ég var að túra með múm fyrir tveimur árum. Þá var Brosseau að túra með okkur og við höfum verið að reyna að koma honum til landsins síðan. Hann var að klára Evrópu­túr og við náðum að grípa hann,“ segir Sigurður Magnús Finnsson, sem lofar skemmtilegum tónleikum í kvöld.

„Þau spila bæði lágstemmda tónlist með kassagíturum og eru alveg æðisleg í þessum geira. Þegar maður var að túra með Brosseau sá ég hann spila 28 kvöld í röð og var svekktur þegar síðasta kvöldinu var lokið.“

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.