Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 10:00 Magnús Þór Gunnarsson. Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira