Viðskipti erlent

Pólverjar vilja fá seðlabankastjóra frá AGS

Marek Belka.
Marek Belka.
Bronislaw Komorowski starfandi forsætisráðherra Póllands vill að næsti seðlabankastjóri landsins verði Marek Belka. Belka gegnir sem stendur starfi forstjóra Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Í frétt á Reuters um málið er haft eftir Komorowski að Belka hafi þegar samþykkt að taka við seðlabankastjórastöðunni. Komorowski vonast til að pólska þingið muni samþykkja ráðningu Belka í næstu viku þegar kosið verður um stöðuna.

Slawomir Skrzypek fyrrum seðlabankastjóri Póllands fórst í flugslysi í apríl s.l. ásamt Lech Kaczynski forsætisráðherra landsins og 94 öðrum Pólverjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×