Viðskipti erlent

Blóðbað á Wall Street

Hlutabréf hafa lækkað mikið á mörkuðunum á Wall Street frá því þeir opnuðu nú eftir hádegið. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 3% og Nasdag er 3,2% í mínus í fyrstu viðskiptum dagsins.

Þessi niðursveifla er framhald af því sem gerðist við lokun markaða á Wall Street í gærkvöldi og smitaði út frá sér til Asíumarkaða í nótt og Evrópumarkaða í morgun.

Það sem veldur þessum óróa og niðursveiflum, fyrir utan skuldakreppuna í S-Evrópu, eru bankavandamál á Spáni og áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðuna þar. Þá hefur möguleikinn á því að stríð brjótist út milli Norður og Suður Kóreu aukið á taugatitringinn á Asíumörkuðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×