Lífið

Schoolovision-sigur frábært veganesti fyrir Eurovision

Hluti af dansinum í sigurmyndbandinu er hjá Friðarsúlunni úti í Viðey.
Hluti af dansinum í sigurmyndbandinu er hjá Friðarsúlunni úti í Viðey.
Íslenski Eurovision-hópurinn fékk gott veganesti fyrir kvöldið í kvöld þegar Flataskóli í Garðabæ sigraði Schoolovision í morgun.

Schoolovision er verkefni sem hvorki meira né minna en 34 Evrópulönd vinna í sameiningu en fyrirmyndin er Eurovision-keppnin. Einn skóli í hverju landi býr til myndband þar sem nemendur syngja og dansa. Síðan skoða nemendur myndbönd hinn skólanna á Netinu og gefa þeim stig.

Stigagjöfin er síðan tilkynnt í beinni netútsendingu líkt og í Eurovision og er stemmningin vitanlega æsispennandi. Þannig ætlaði þakið að rifna af hátíðarsalnum í Flataskóla í morgun þegar sigurinn varð ljós en aðeins munaði 16 stigum á Íslandi, sem var með 252 stig, og Tékklandi, sem var með 236. Tékkland vann einmitt keppnina í fyrra.

Sigurmyndbandið má sjá hér en þar syngja stúlkur í fimmta bekk Dancing Queen með Abba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.