Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru 25. maí 2010 11:30 Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Eurovision. Hún segir hann klassískan og betri en sá sem Jóhanna Guðrún var í Moskvu í fyrra. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
„Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira