Körfubolti

Teitur: Okkur langar ekkert í sumarfrí

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Við erum að sjálfsögðu ekki sáttir með að missa boltann 28 sinnum á heimavelli. Þetta var eiginlega bara gjöf að vissu leyti," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Njarðvík, 64-76, fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

„Við þurfum að skoða okkar mál vel fyrir næsta leik. Liðið var alltof tregt og við sáum mjög góða leikmenn vera dripla í tærnar á sér og gefa alveg fáránlegar sendingar. Það er ekki hægt að mæta taugaóstyrkur í annan leik, þá er þetta bara búið," bætti Teitur við.

Liðin mætast að nýju á mánudaginn kemur í ljónagryfjunni í Njarðvík. Teitur segist ekki vera á leið í sumarfrí.

„Við munum nota helgina vel og búa okkur undir mánudaginn. Við töluðum um það að okkur langar ekkert í sumarfrí og viljum fá annan séns hér á heimavelli," sagði Teitur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×