Handbolti

Guðrún Þóra: Áttu þetta ekki meira skilið en við

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir í baráttunni.
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir í baráttunni.
„Þetta var bara alveg eins og alvöru handboltaleikir eiga að vera. En því miður þá endaði þetta ekki nóg vel," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, eftir að Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handbolta.

Leikurinn var frábær skemmtun og þurfti að fara í framlengingu til að útkljá þetta einvígi Reykjavíkur-liðanna. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals, 26-23.

„Mér fannst ekki mikill munur á liðunum í dag, þetta eru bæði sterk lið en því miður þá datt þetta þeirra megin. Þetta hefði nefnilega alveg eins getað dottið okkar megin," bætti Guðrún Þóra við.

„Þetta er búið að ganga vel hjá okkur í vetur en við verðum að vera menn með mönnum og óska Völsurum til hamingju með titilinn, þó svo að mér hafi ekki fundist þær eiga þetta meira skilið en við," sagði Guðrún svekkt að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×