Lífið

Spilar fyrir 700 þúsund manns

baldvin oddsson Einn efnilegasti trompetleikari landsins spilar fyrir sjö hundruð þúsund manns í Bandaríkjunum.fréttablaðið/valli
baldvin oddsson Einn efnilegasti trompetleikari landsins spilar fyrir sjö hundruð þúsund manns í Bandaríkjunum.fréttablaðið/valli

Baldvin Oddsson, einn efnilegasti trompetleikari landsins, kemur fram í bandaríska útvarpsþættinum From The Top 15. nóvember. Þátturinn er sendur út á um 250 útvarpsstöðvum og talinn eiga sér um sjö hundruð þúsund dygga aðdáendur.

Þátturinn er á vegum bandarísku fjölmiðlastofnunarinnar National Public Radio og er afar góður sýningargluggi fyrir unga tónlistarmenn þar í landi.

„Þetta er mikill heiður fyrir Baldvin og áskorun," segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins. „Útsendarar frá From The Top heyrðu hann spila á tónlistarhátíðinni í Brevard í Norður-Karólínu í sumar og buðu honum að koma fram í þættinum," bætir hann við. Upptökur fara fram í Boston seint í þessum mánuði. Yfir tvö þúsund ungir tónlistarmenn á aldrinum átta til átján ára hafa komið fram bæði í sjónvarps- og útvarpsútgáfu þáttarins.

Baldvin, sem er aðeins sextán ára, tók þátt í meistaranámskeiði við Center For Advandced Musical Studies í New Hampshire í Bandaríkjunum í sumar og innritaðist síðan í Interlochen-listmenntaskólann í Michigan í byrjun september. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að hann hefði fengið inngöngu í skólann, sem þykir mjög góður árangur.

„Hann unir hag sínum þar vel og hefur nóg að gera," segir Oddur, sem er sjálfur fyrsti básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.