Hleypur fyrir fjölskyldur sem berjast í bökkum 9. ágúst 2010 13:33 Helena Hólm. Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“