Innlent

Þjóðvegur eitt opnaður eftir alvarlegt bílslys

Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Þjóðvegur eitt um Langadal hefur opnaður til vesturs og á næstu mínútum ætti að vera hægt að opna til austurs. Vegurinn lokaðist vegna alvarlegs umferðarslyss á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra varð slysið með þeim hætti að tveir flutningabílar sem voru að koma úr gagnstæðri átt skullu saman skammt austan við Ártún í Húnavatnssýslu. Tengivagn annars bílsins mun hafa farið yfir á öfugan vegarhelming. Annar ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Umferð var beint um Þverárfjallsleið á meðan þjóðvegurinn var lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×