Lífið

Ólétt fyrirsæta

Nýgiftu hjónin Orlando Bloom og Miranda Kerr eiga von á barni samkvæmt erlendum fjölmiðlum.  Fréttablaðið/getty
Nýgiftu hjónin Orlando Bloom og Miranda Kerr eiga von á barni samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Fréttablaðið/getty
Sá orðrómur er á sveimi að fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Orlando Bloom eigi von á barni. Parið, sem gifti sig á laun fyrir stuttu síðan, hefur þó ekki staðfest þessar fregnir en vinnufélagi Kerr fullyrti þetta við fjölmiðla vestanhafs. Jessica White fyrirsæta sagði að Kerr væri ólétt og að nýgiftu hjónin væru í skýjunum yfir fréttunum. Einnig hefur hótelstarfsmaður á karabísku eyjunni Anquilla, þar sem parið eyddi hveitibrauðsdögunum, sagt að Bloom hafi alltaf verið að afsaka hvað eiginkona sín væri pirruð á meðan á dvöl þeirra stóð. Kerr mun hafa verið óvenju niðurdregin og því hafi leikarinn fundið sig knúinn til að segja starfsfólkinu að Kerr liði ekki vel því hún væri ólétt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.