Lífið

Sunnudagaskólinn slær í gegn

hafdís og klemmi Hafdís og Klemmi lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á nýja mynddisknum.
hafdís og klemmi Hafdís og Klemmi lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á nýja mynddisknum.

„Það er mjög ánægjulegt hvað við höfum fengið góð viðbrögð,“ segir Þorleifur Einarsson, sem leikstýrði nýjum þáttum sem eru byggðir á sunnudagaskólanum og eru að koma út á mynddiski.

Tæplega eitt þúsund eintök hafa verið seld í forsölu af disknum, sem er gefinn út af Skálholtsútgáfunni. Ákveðið hefur verið að framleiða fjögur þúsund eintök til viðbótar, sem er um það bil tvöföldun á því sem var upphaflega stefnt á.

„Við vissum í rauninni ekkert hvað við vorum að fara út í. Svo stækkaði þetta og stækkaði og varð miklu meira en við bjuggumst við,“ segir Þorleifur.

„Mér skilst að foreldrar vilji miðla þessum boðskap og þeir hafa kannski ekki tíma eða annað til að mæta í sunnudagaskólann. Þar af leiðandi er svona DVD-diskur mjög góð lausn á því. Við höfum heyrt frá foreldrum og öðrum að það hafi löngu verið kominn tími á þetta.“

Í aðalhlutverkum eru þau Hafdís og Klemmi, sem lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum áður en þau fara í sunnudagaskólann. Leikarinn Jóel Sæmundsson og Hafdís Matsdóttir, sunnudagaskólakennari í Lindakirkju, fara með hlutverk þeirra.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.