Lífið

Suri sjálfstæður krakki

Suri Cruise og Katie Holmes. MYND/Cover Media
Suri Cruise og Katie Holmes. MYND/Cover Media

Leikkonan Katie Holmes segir að dóttir hennar og Tom Cruise, Suri, sem er aðeins 4 ára gömul, sér um að hanna sín eigin föt.

Suri litla er í miklum mæli lofuð fyrir að klæðast fallegum fötum í heimspressunni og myndir af stúlkunni má sjá þar sem hún klæðist merkjavöru.

Móðir hennar, leikkonan Katie Holmes, segir að dóttir hennar hafi sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist, líkt og hún gerði sjálf þegar hún var krakki.

„Á mínum uppvaxtarárum var ég yngst af fimm systkinum og var ákveðin í hverju ég vildi ganga hverju sinni," sagði Katie.

„Suri fær óhindrað að velja hverju hún gengur í. Hún er mjög sjálfstæð. Við mæðgurnar erum byrjaðar að hanna föt á hana saman eða öllu heldur hún hannar fötin sem hana langar að vera í," sagði Katie.

„Alveg síðan Suri var eins og hálfs árs hefur hún ákveðið í hverju hún vill vera."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.