Slægur fer gaur Kjartan Guðmundsson skrifar 27. desember 2010 13:00 Gauragangur. Kvikmyndir Gauragangur Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Aðalhlutverk: Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri. Að mörgu leyti er það vandasamt verkefni að ráðast í yfirfærslu löngu klassískrar sögu á hvíta tjaldið. Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem fjallar um unglinginn Orm Óðinsson og rammíslensk ævintýri hans, hefur verið lúslesin af íslenskum ungmennum frá útkomu hennar árið 1988 og er ein af þessum bókum sem lesendur taka ástfóstri við og mynda sér sterkar skoðanir á. Á hinn bóginn hlýtur hlutskipti leikstjórans að teljast öfundsvert, svo ríkulegur er efniviðurinn. Gunnar Björn Guðmundsson nýtir sér hann nokkuð vel, tekst að fanga sérstæða stemningu bókarinnar betur en öðrum sem hingað til hafa reynt og ber á borð ljómandi fína kvikmynd um og fyrir ungt fólk. Samband Orms og hinnar fögru Lindu er þungamiðjan, en vel heppnað handritið gefur færi á glettilega mörgum hliðarsögum án þess þó að missa dampinn að ráði. Þar sem freistandi hefði verið að einfalda húmorinn með hliðsjón af markhópnum eru höfundarnir Gunnar Björn og Ottó G. Borg trúir sögunni, sem er vel, og örfá frávikin eru einungis til bóta. Mikið mæðir á Alexander Briem í hlutverki Orms, brothætta besservisserins sem er stórskemmtilegur og óþolandi á víxl, en hann er í mynd nánast allan tímann og stendur sig frábærlega. Mikið efni þar á ferð. Því fylgir áhætta að hafa ungmenni í burðarrullum en þeim tekst mestan part ágætlega upp, þótt nokkuð beri á skorti á nægilega skýrri framsögn, til að mynda í tilfelli Lindu sem leikin er af Hildi Berglindi Arndal. Af hinum eldri og reyndari blaktir Steinn Ármann Magnússon í hlutverki leigjandans Magga á meðan foreldrar Lindu (Björk Jakobsdóttir og Stefán Jónsson), eru full ýktir karakterar og stinga þannig í stúf við heildarmyndina. Þá gerir Snorri Engilbertsson vel í litlu en afar kómísku hlutverki mágs Orms. Tæknilega séð gengur myndin smurt. Tímabilinu (árinu 1979) er komið til skila á látlausan og smekklegan hátt og tónlistin (bæði frumsamdar stemningar og vel valdir síð-seventís smellir) er viðeigandi. Setja má spurningamerki við undarlegar ákvarðanir á borð við þær að kynna ekki vini Orms ítarlegar til sögunnar, sem hefði líkast til verið hægur leikur með sögumann við höndina, og einnig að láta Orm tala beint til áhorfenda á að því virðist tilviljanakenndan hátt, sem kemur klúðurslega út. Þau atriði koma nokkuð niður á heildinni, en ekki um of. Gauragangur virkar vel, myndin er skynsamlega (en ekki alveg nógu oft syndsamlega) fyndin og yfirhöfuð ánægjuleg. Niðurstaða: Vel gerð kvikmynd fyrir ungt fólk sem fangar stemningu bókarinnar. Alexander Briem fer á kostum í aðalhlutverkinu. Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Gauragangur Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Aðalhlutverk: Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri. Að mörgu leyti er það vandasamt verkefni að ráðast í yfirfærslu löngu klassískrar sögu á hvíta tjaldið. Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem fjallar um unglinginn Orm Óðinsson og rammíslensk ævintýri hans, hefur verið lúslesin af íslenskum ungmennum frá útkomu hennar árið 1988 og er ein af þessum bókum sem lesendur taka ástfóstri við og mynda sér sterkar skoðanir á. Á hinn bóginn hlýtur hlutskipti leikstjórans að teljast öfundsvert, svo ríkulegur er efniviðurinn. Gunnar Björn Guðmundsson nýtir sér hann nokkuð vel, tekst að fanga sérstæða stemningu bókarinnar betur en öðrum sem hingað til hafa reynt og ber á borð ljómandi fína kvikmynd um og fyrir ungt fólk. Samband Orms og hinnar fögru Lindu er þungamiðjan, en vel heppnað handritið gefur færi á glettilega mörgum hliðarsögum án þess þó að missa dampinn að ráði. Þar sem freistandi hefði verið að einfalda húmorinn með hliðsjón af markhópnum eru höfundarnir Gunnar Björn og Ottó G. Borg trúir sögunni, sem er vel, og örfá frávikin eru einungis til bóta. Mikið mæðir á Alexander Briem í hlutverki Orms, brothætta besservisserins sem er stórskemmtilegur og óþolandi á víxl, en hann er í mynd nánast allan tímann og stendur sig frábærlega. Mikið efni þar á ferð. Því fylgir áhætta að hafa ungmenni í burðarrullum en þeim tekst mestan part ágætlega upp, þótt nokkuð beri á skorti á nægilega skýrri framsögn, til að mynda í tilfelli Lindu sem leikin er af Hildi Berglindi Arndal. Af hinum eldri og reyndari blaktir Steinn Ármann Magnússon í hlutverki leigjandans Magga á meðan foreldrar Lindu (Björk Jakobsdóttir og Stefán Jónsson), eru full ýktir karakterar og stinga þannig í stúf við heildarmyndina. Þá gerir Snorri Engilbertsson vel í litlu en afar kómísku hlutverki mágs Orms. Tæknilega séð gengur myndin smurt. Tímabilinu (árinu 1979) er komið til skila á látlausan og smekklegan hátt og tónlistin (bæði frumsamdar stemningar og vel valdir síð-seventís smellir) er viðeigandi. Setja má spurningamerki við undarlegar ákvarðanir á borð við þær að kynna ekki vini Orms ítarlegar til sögunnar, sem hefði líkast til verið hægur leikur með sögumann við höndina, og einnig að láta Orm tala beint til áhorfenda á að því virðist tilviljanakenndan hátt, sem kemur klúðurslega út. Þau atriði koma nokkuð niður á heildinni, en ekki um of. Gauragangur virkar vel, myndin er skynsamlega (en ekki alveg nógu oft syndsamlega) fyndin og yfirhöfuð ánægjuleg. Niðurstaða: Vel gerð kvikmynd fyrir ungt fólk sem fangar stemningu bókarinnar. Alexander Briem fer á kostum í aðalhlutverkinu.
Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira