Englar dauðans Davíð Þór Jónsson skrifar 20. mars 2010 06:00 Um daginn hringdi fornvarnarfulltrúinn í skóla sonar míns í mig. Um leið og hún kynnti sig fann ég hjartsláttinn örvast og áhyggjurnar flæða um líkamann. „Í hverjum andskotanum er strákurinn nú lentur?" hugsaði ég. Í ljós kom að erindi hennar varðaði son minn ekki neitt heldur allt annað. En þetta minnti mig á sögu sem gömul skólasystir mín sagði mér. Hún er nú prestur í sveit. Eitt af hennar fyrstu verkum var að afhenda fermingarbörnum sínum námsgögn. Hún ákvað að nýta tækifærið til að kynna sér staðhætti í sveitinni og keyra um prestakallið sjálf til að afhenda þeim bækurnar. En henni gekk erfiðlega að finna einn bæinn. Hún renndi því í hlað á öðrum bæ til að spyrja til vegar. Þar kom eldri kona til dyra en þegar hún sá prest í einkennisskyrtu stéttarinnar ljóslifandi á hlaðinu hjá sér kom hún ekki upp einu orði heldur brotnaði saman og brast í grát. Það tók þessa fyrrum skólasystur mína dágóða stund að róa konugreyið og útskýra fyrir henni að hún væri bara að spyrja til vegar, hún ætti ekkert erindi við hana sjálfa. Þessi gamla kona er ábyggilega hvorki heimsk né vitlaus, viðbrögð hennar voru sennilega fullkomlega eðlileg í ljósi reynslu hennar af fyrirvaralausri og óundirbúinni heimsókn prests í embættisklæðum. Slík heimsókn hefur væntanlega ávallt boðað henni harm og sáran missi. Ég tala nú ekki um ef hún hefur á þessum tíma vitað af kærum ástvini á sjó eða öðru ferðalagi. Hún hefur ekkert að skammast sín fyrir og þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Aftur á móti er það umhugsunarefni hvort prestastéttin skuldi konu þessari ekki afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki dúkkað upp í lífi hennar öðruvísi en þannig að viðbrögð af þessu tagi séu eðlileg við óútskýrðri heimsókn fulltrúa hennar. Það er vissulega eitt af hlutverkum prests að tilkynna fólki dauðsföll ástvina og mikilvægt að það sé gert af alúð og nærgætni. Ég hef heyrt margar hryllingssögur af prestum við slíkar kringumstæður. En þar sem þetta er eitt af hlutverkum presta er kannski einmitt þeim mun mikilvægara að það sé ekki eina hlutverk þeirra. Þessi saga hlýtur líka að vera verðandi prestum umhugsunarefni. Hver er arfleifðin sem tekið er við? Inn í hvaða ímynd er gengið? Hve eftirsóknarvert er það hlutverk í daglegu lífi fólks að vera aldrei neitt annað en boðberi válegra tíðinda, engill dauðans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Um daginn hringdi fornvarnarfulltrúinn í skóla sonar míns í mig. Um leið og hún kynnti sig fann ég hjartsláttinn örvast og áhyggjurnar flæða um líkamann. „Í hverjum andskotanum er strákurinn nú lentur?" hugsaði ég. Í ljós kom að erindi hennar varðaði son minn ekki neitt heldur allt annað. En þetta minnti mig á sögu sem gömul skólasystir mín sagði mér. Hún er nú prestur í sveit. Eitt af hennar fyrstu verkum var að afhenda fermingarbörnum sínum námsgögn. Hún ákvað að nýta tækifærið til að kynna sér staðhætti í sveitinni og keyra um prestakallið sjálf til að afhenda þeim bækurnar. En henni gekk erfiðlega að finna einn bæinn. Hún renndi því í hlað á öðrum bæ til að spyrja til vegar. Þar kom eldri kona til dyra en þegar hún sá prest í einkennisskyrtu stéttarinnar ljóslifandi á hlaðinu hjá sér kom hún ekki upp einu orði heldur brotnaði saman og brast í grát. Það tók þessa fyrrum skólasystur mína dágóða stund að róa konugreyið og útskýra fyrir henni að hún væri bara að spyrja til vegar, hún ætti ekkert erindi við hana sjálfa. Þessi gamla kona er ábyggilega hvorki heimsk né vitlaus, viðbrögð hennar voru sennilega fullkomlega eðlileg í ljósi reynslu hennar af fyrirvaralausri og óundirbúinni heimsókn prests í embættisklæðum. Slík heimsókn hefur væntanlega ávallt boðað henni harm og sáran missi. Ég tala nú ekki um ef hún hefur á þessum tíma vitað af kærum ástvini á sjó eða öðru ferðalagi. Hún hefur ekkert að skammast sín fyrir og þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Aftur á móti er það umhugsunarefni hvort prestastéttin skuldi konu þessari ekki afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki dúkkað upp í lífi hennar öðruvísi en þannig að viðbrögð af þessu tagi séu eðlileg við óútskýrðri heimsókn fulltrúa hennar. Það er vissulega eitt af hlutverkum prests að tilkynna fólki dauðsföll ástvina og mikilvægt að það sé gert af alúð og nærgætni. Ég hef heyrt margar hryllingssögur af prestum við slíkar kringumstæður. En þar sem þetta er eitt af hlutverkum presta er kannski einmitt þeim mun mikilvægara að það sé ekki eina hlutverk þeirra. Þessi saga hlýtur líka að vera verðandi prestum umhugsunarefni. Hver er arfleifðin sem tekið er við? Inn í hvaða ímynd er gengið? Hve eftirsóknarvert er það hlutverk í daglegu lífi fólks að vera aldrei neitt annað en boðberi válegra tíðinda, engill dauðans?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun