Lífið

Tilbúin að vinna

Lindsay Lohan er spennt að takast á við ný verkefni.
Lindsay Lohan er spennt að takast á við ný verkefni.
Leikkonan Lindsay Lohan hefur gefið út þær yfirlýsingar að hún geti ekki beðið eftir að komast aftur í vinnuna.

Lohan er nýkomin út úr fangelsi þar sem hún afplánaði 13 daga af 90 daga dómi. Leikkonan er núna stödd á afvötnunarstofnun þar sem Lohan er gert að vinna bug á áfengisfíkn sinni en hún var einmitt dæmd í fangelsi fyrir að hafa ítrekað keyrt undir áhrifum áfengis.

Lögfræðingur Lohan segir stúlkuna líða vel og að hún geti ekki beðið eftir að fá að leika á ný. Eitt er víst að Lohan þarf að lappa upp á orðspor sitt í Hollywood og í kvikmyndabransanum áður en hún getur hafið atvinnuleitina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.