Lífið

Peaches þorir ekki að segja pabba frá Eli

Peaches Geldof og Eli Roth ætla að ganga í það heilaga á næstunni en þau hafa verið par síðan í mars á þessu ári.
Peaches Geldof og Eli Roth ætla að ganga í það heilaga á næstunni en þau hafa verið par síðan í mars á þessu ári. Mynd/Getty
Rokkaradóttirin Peaches Geldof og Íslandsvinurinn og leikstjórinn Eli Roth hafa ákveðið að ganga í það heilaga í haust. Hún er sérstaklega þekkt fyrir að vera dóttir tónlistarmannsins Bob Geldof en Roth hefur gert myndir á borð við Hostel. Parið hefur verið saman í fjóra mánuði en það er 17 ára aldursmunur á skötuhjúunum.

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs verður þetta í annað sinn sem Geldof gengur upp að altarinu en fyrir tveimur árum giftist hún rokkaranum Max Drummey við leynilega athöfn í Las Vegas. Faðir hennar var mjög á móti þeim ráðahag. Hjónabandið entist í 189 daga.

Bob Geldof mun vera sáttari við leikstjórann Eli Roth en dóttirin þorir samt sem áður ekki að segja honum frá fyrirhuguðum brúðkaupsplönum. Brúðkaupið á að vera að gyðingasið og eiga sé stað á þaki byggingar í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.