Vinstristjórn sker Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. apríl 2010 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að ríkisstjórnin myndi ráðast í erfiða uppstokkun í ríkisrekstrinum. Jóhanna sagðist telja raunhæft að fækka ríkisstofnunum um 30-40% á næstu tveimur til þremur árum. Það felur í sér að stofnunum fækki um 60-80. Á næsta ári er stefnt að því að bæta rekstur ríkissjóðs um 50 milljarða króna. Meirihlutinn af þeirri upphæð verður að skila sér með lækkun útgjalda. Samtök ríkisstarfsmanna bregðast við með því að fara fram á að við sameiningu stofnana og hagræðingu verði störf ríkisstarfsmanna tryggð. Það er því miður tóm óskhyggja, haldi menn að hægt sé að hagræða í ríkisrekstrinum án þess að fækka fólki. Til þess er launakostnaður alltof hátt hlutfall af útgjöldum ríkisins. Staðreyndin er sú að á undanförnum áratugum hefur starfsemi hins opinbera á Íslandi blásið út. Áratuginn 1998-2007 hækkuðu útgjöld ríkisins á hvern landsmann um 32% á föstu verðlagi - næstum því þriðjung. Það kom ekki niður á afkomu ríkissjóðs vegna þess að um leið hækkuðu tekjur ríkisins á mann um meira en 46%. Á sama tíma fjölgaði opinberum starfsmönnum miklu hraðar en starfsfólki á almennum vinnumarkaði. Þannig standa hlutfallslega færri skattgreiðendur á almenna markaðnum undir fjölguninni í ríkisgeiranum. Sú þróun endar með ósköpum, sé ekkert að gert. Það er kaldhæðnislegt að þessi gríðarlega útgjaldaaukning og fjölgun ríkisstarfsmanna átti sér stað á áratug sem oft er kenndur við frjálshyggju. Gríðarlegur vöxtur landsframleiðslu og tekjuaukning ríkisins skapaði ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og síðar Samfylkingu þægilegt starfsumhverfi, þar sem sjaldan þurfti að segja nei við kröfum um aukin útgjöld og fátt var því til fyrirstöðu að setja nýjar ríkisstofnanir á fót. Nú stendur fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin frammi fyrir því að þurfa að ráðast í svakalegri niðurskurð en áður hefur þekkzt. Tölurnar um vöxt ríkisútgjalda í góðærinu sýna þó fram á að svigrúmið til útgjaldalækkunar er mikið. Eða var grunnþjónusta hins opinbera í kaldakoli fyrir tíu árum? Má ekkert vinda ofan af þeirri aukningu útgjalda, fjölgun stofnana og starfsmanna sem átti sér stað í bullandi góðærinu? Með sameiningu ráðuneyta, fækkun ráðherra og sameiningu stofnana, sem í dag starfa undir mismunandi ráðuneytum, má slá tvær flugur í einu höggi. Spara útgjöld og gera stjórnsýsluna skilvirkari. Hugmyndir um sameiningu iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt ráðuneyti eru þannig afar skynsamlegar. Auk sparnaðarins þýða þær vonandi að stefna verður í vaxandi mæli mörkuð út frá þörfum atvinnulífsins í heild fyrir hagstæð, almenn starfsskilyrði í stað þess að einblínt sé á sérhagsmuni einstakra atvinnugreina. Þetta verkefni, eins og svo mörg önnur, mun reyna mjög á ríkisstjórnina. En ætli hún sér að starfa áfram má hún ekki hvika frá markmiðunum um lækkun ríkisútgjalda. Lántökur til að fjármagna hallann á ríkissjóði kosta skattgreiðendur tugi milljarða í vaxtagreiðslur á hverju ári. Ef menn ætla ekki að færa vandann til næstu kynslóða verður að taka á honum nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að ríkisstjórnin myndi ráðast í erfiða uppstokkun í ríkisrekstrinum. Jóhanna sagðist telja raunhæft að fækka ríkisstofnunum um 30-40% á næstu tveimur til þremur árum. Það felur í sér að stofnunum fækki um 60-80. Á næsta ári er stefnt að því að bæta rekstur ríkissjóðs um 50 milljarða króna. Meirihlutinn af þeirri upphæð verður að skila sér með lækkun útgjalda. Samtök ríkisstarfsmanna bregðast við með því að fara fram á að við sameiningu stofnana og hagræðingu verði störf ríkisstarfsmanna tryggð. Það er því miður tóm óskhyggja, haldi menn að hægt sé að hagræða í ríkisrekstrinum án þess að fækka fólki. Til þess er launakostnaður alltof hátt hlutfall af útgjöldum ríkisins. Staðreyndin er sú að á undanförnum áratugum hefur starfsemi hins opinbera á Íslandi blásið út. Áratuginn 1998-2007 hækkuðu útgjöld ríkisins á hvern landsmann um 32% á föstu verðlagi - næstum því þriðjung. Það kom ekki niður á afkomu ríkissjóðs vegna þess að um leið hækkuðu tekjur ríkisins á mann um meira en 46%. Á sama tíma fjölgaði opinberum starfsmönnum miklu hraðar en starfsfólki á almennum vinnumarkaði. Þannig standa hlutfallslega færri skattgreiðendur á almenna markaðnum undir fjölguninni í ríkisgeiranum. Sú þróun endar með ósköpum, sé ekkert að gert. Það er kaldhæðnislegt að þessi gríðarlega útgjaldaaukning og fjölgun ríkisstarfsmanna átti sér stað á áratug sem oft er kenndur við frjálshyggju. Gríðarlegur vöxtur landsframleiðslu og tekjuaukning ríkisins skapaði ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og síðar Samfylkingu þægilegt starfsumhverfi, þar sem sjaldan þurfti að segja nei við kröfum um aukin útgjöld og fátt var því til fyrirstöðu að setja nýjar ríkisstofnanir á fót. Nú stendur fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin frammi fyrir því að þurfa að ráðast í svakalegri niðurskurð en áður hefur þekkzt. Tölurnar um vöxt ríkisútgjalda í góðærinu sýna þó fram á að svigrúmið til útgjaldalækkunar er mikið. Eða var grunnþjónusta hins opinbera í kaldakoli fyrir tíu árum? Má ekkert vinda ofan af þeirri aukningu útgjalda, fjölgun stofnana og starfsmanna sem átti sér stað í bullandi góðærinu? Með sameiningu ráðuneyta, fækkun ráðherra og sameiningu stofnana, sem í dag starfa undir mismunandi ráðuneytum, má slá tvær flugur í einu höggi. Spara útgjöld og gera stjórnsýsluna skilvirkari. Hugmyndir um sameiningu iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt ráðuneyti eru þannig afar skynsamlegar. Auk sparnaðarins þýða þær vonandi að stefna verður í vaxandi mæli mörkuð út frá þörfum atvinnulífsins í heild fyrir hagstæð, almenn starfsskilyrði í stað þess að einblínt sé á sérhagsmuni einstakra atvinnugreina. Þetta verkefni, eins og svo mörg önnur, mun reyna mjög á ríkisstjórnina. En ætli hún sér að starfa áfram má hún ekki hvika frá markmiðunum um lækkun ríkisútgjalda. Lántökur til að fjármagna hallann á ríkissjóði kosta skattgreiðendur tugi milljarða í vaxtagreiðslur á hverju ári. Ef menn ætla ekki að færa vandann til næstu kynslóða verður að taka á honum nú.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun