Körfubolti

Nýliðar Fjölnis fyrstir til að vinna Snæfell á árinu 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christopher Smith og Jón Sverrisson léku vel með Fjölni í kvöld.
Christopher Smith og Jón Sverrisson léku vel með Fjölni í kvöld. Mynd/Valli
Nýliðar Fjölnis fylgdu eftir sigrum á Grindavík og Njarðvík á undanförnum vikum með því að vinna fimm stiga sigur á Snæfelli, 69-64, í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn urðu þar með fyrstir til að vinna Hólmara á árinu 2010.

Snæfell byrjaði betur en Fjölnismenn tóku frumkvæðið með góðum öðrum leikhluta og létu það aldrei af hendi eftir það. Fjölnir var 39-33 yfir í hálfleik og með níu stiga forskot, 56-47, fyrir lokaleikhlutann.

Fjölnisliðið hefur vaxið og dafnað undir stjórn Bárðar Eyþórssonar og sést það ekki síst á frammistöðu liðsins gegn Snæfelli í vetur. Fjölnir tapaði með 31 stigum fyrir Snæfelli í deildinni í byrjun nóvember, tapaði bikarleik liðanna í framlengingu á dögunum og vann síðan í kvöld.

Snæfellingar voru fyrir leikinn búnir að vinna alla sex leiki sína árinu þar á meðal tvo síðustu leiki með 20 og 26 stigum á móti Keflvíkingum.

Christopher Smith var með 25 stig og 19 fráköst fyrir Fjölni í kvöld og þeir Ægir Þór Steinarsson og Jón Sverrisson skoruðu báðir 10 stig. Sean Burton skoraði 20 stig fyrir Snæfell, Jón Ólafur Jónsson skoraði 18 stig og Hlynur Bæringsson var með 9 stig og 19 fráköst.

Fjölnir-Snæfell 69-64 (39-33)

Stig Fjölnis: Christopher Smith 25, Jón Sverrisson 10, Ægir Þór Steinarsson 10, Níels Dungal 7, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Magni Hafsteinsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 4, Sindri Kárason 2.

Stig Snæfells: Sean Burton 20, Jón Ólafur Jónsson 18, Hlynur Bæringsson 9, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Martins Berkis 5, Emil Þór Jóhannsson 3, Páll Fannar Helgason 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×