Lífið

Esja blæs til áramótaveislu

Margir skemmtikraftar halda uppi fjörinu á Esju á gamlaárskvöld.
Margir skemmtikraftar halda uppi fjörinu á Esju á gamlaárskvöld.

Fjölmargir skemmtistaðir boða heljarinnar áramótaveislur á gamlárskvöld. Esja við Austurvöll lætur sitt ekki eftir liggja. Þar á bæ er búið að safna saman heilum her af plötusnúðum, dönsurum og fleirum til að halda partíinu gangandi í öllum sölum.

Þá er einnig áramótaleikur í gangi á Facebook-síðu Esju þar sem þrír vinningshafar á dag fá tvo miða í partíið. Á gamlaársdag fá tveir heppnir vinningshafar síðan VIP áramótapakka; fjóra miða, frátekið borð, flösku af sterku víni og kampavín. Það er ágætis búbót en verðmæti vinningsins eru 68 þúsund krónur.

Plötusnúðarnir Tommi White, Bogi og dúóið Steinunn og Leópold ætla meðal annars að sjá um tónlistina. Védís Vantída og Magdalena Dubik koma einnig fram ásamt því sem Esja kynnir sem flottasta danstríó landsins.

Miðasala fer fram hér á midi.is og við hurð. Húsið opnar klukkan hálf eitt. Nánari upplýsingar um kvöldið og áramótaleikinn er einnig hægt að fá á Facebook-síðu partísins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.