Innlent

Gálgafrestur keyptur á Sólheimum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Pétursson er framkvæmdastjóri Sólheima.
Guðmundur Pétursson er framkvæmdastjóri Sólheima.
Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi fundaði með framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar í morgun. Þar var tekin sú ákvörðun að ganga til formlegra samningaviðræðna um framtíð Sólheima. „Það þarf að fara í það mjög hratt og sjá hvort það er hægt að ná ásættanlegri niðurstöðu," segir Guðmundur Á Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima.

Stjórnendur Sólheima höfðu áður sagt að heimilinu yrði líklegast lokað um áramótin vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til Sólheima þegar ákveðið var að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga. Guðmundur segir að löggjafinn hafi algerlega brugðist í málinu. „Menn ganga til almennra samningaviðræðana með erfiða pakka og snúið ástand. En auðvitað vonar maður að það sé hægt að finna lausn á þessu," segir Guðmundur.

Hann segir að ákveðið hafi verið á fundinum í morgun að starfsemi Sólheima yrði óbreytt út janúarmánuð. Hann segir rétt að tala um að menn hafi keypt sér gálgafrest í þessu samhengi. „Það er öryggi í þrjátíu daga þannig að menn verða að vinna hratt og vel og sjá hvort það sé hægt að ná góðri niðurstöðu," segir Guðmundur. Hann segist merkja að það sé skilningur hjá Árborg að þetta mál verði að leysa.

Guðmundur segir að löggjafinn hafi algerlega brugðist í málinu. „Ég tek undir orð formanns Öryrkjabandalagsins þegar að hann sagði að Sólheimar ættu sér fá a málsvara inni á þingi," segir Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×