Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er búinn að velja 19 manna landsliðshóp fyrir HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð 13. janúar næstkomandi.
Logi Geirsson er ekki með í HM-hóp Guðmundar þar sem hann er frá vegna meiðsla en annars hefur Guðmundur valið sitt sterkasta lið. Guðjón Valur Sigurðsson er að koma til baka eftir meiðsli og er í landsliðshópnum í fyrsta sinn í ellefu mánuði.
Landsliðið kemur saman til æfinga 3. janúar en landsliðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja hér á landi áður en liðið fer út til Svíþjóðar. Leikirnir fara baðir fram í Laugardalshöllinni.
Ísland er með Ungverjalandi, Austurríki, Noregi, Brasilíu og Japan í riðli og er fyrsti leikurinn á móti Ungverjum 14. janúar.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Levý Guðmundsson, TV Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Þórir Ólafsson, N-Luebbecke
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Ólafur Indriði Stefánsson, Rhein Neckar Löwen
Sigurbergur Sveinsson, Rheinland
Sturla Ásgeirsson, Valur
Alexander Petersson, Fuchse Berlin
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Róbert Gunnarsson, Rhein Neckar Löwen
Oddur Grétarsson, Akureyri
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Guðmundur búinn að velja 19 manna hóp fyrir HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
