Innlent

Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur segir að fjölmiðlar rægi Ásmund Einar. Mynd/ GVA.
Ögmundur segir að fjölmiðlar rægi Ásmund Einar. Mynd/ GVA.
Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því.

„Ásmundi Einari spái ég bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum. Hvers vegna? Jú vegna þess að hann er fylginn sér, heiðarlegur, skeleggur og drengur góður. Ég er oftast sammála honum. Ekki alltaf. Enda er hann Ásmundur Einar. Ég er Ögmundur. Við erum á einu máli um grundvallarhugsjónir og stefnumið, ekki alltaf á einu máli um hvernig við eigum að ná þeim fram," segir Ásmundur. Hann segir að þetta sé gangur lífsins og eigi aldrei að verða tilefni illinda - hvað þá vinslita.

„Ásmundur Einar er ekki bara í uppáhaldi hjá mér," segir Ögmundur og bætir við að hann sé vinsæll í þjóðfélaginu og einnig í eigin flokki. Það er einkum Fréttablaðið, Vísir, Stöð 2 og DV sem Ögmundur sakar um að vera vondir við Ásmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×