Lífið

Nýja Weezer-platan heitir Hurley

Áttunda plata Weezer nefnist Hurley og kemur út um miðjan næsta mánuð.
Áttunda plata Weezer nefnist Hurley og kemur út um miðjan næsta mánuð.
Næsta plata hljómsveitarinnar Weezer nefnist Hurley og kemur út um miðjan september. Þetta verður áttunda plata sveitarinnar og fylgir hún í kjölfar Raditude sem kom út í fyrra. Weezer yfirgaf útgáfurisann Geffen á síðasta ári og kemur nýja platan út hjá fyrirtækinu Epitaph Records.

„Á þessum tímapunkti á ferli okkar þurfum við ekki á stóru plötufyrirtæki að halda,“ sagði forsprakkinn Rivers Cuomo. Tónlistarmaðurinn Ryan Adams tók þátt í að semja eitt lag á plötunni. Þar verður einnig lagið Time Flies eftir Mac Davis, höfund In The Ghetto með Elvis Presley frá árinu 1969.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.