Góðri hugmynd gerð þokkaleg skil Roald Eyvindsson skrifar 18. september 2010 06:00 Sumarlandið. Bíó / *** Sumarlandið Leikstjóri: Grímur Hákonarson Leikarar: Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þóra Tryggvadóttir Sumarlandið segir af fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfatengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum. Viðskiptin standa hins vegar ekki undir láni sem var tekið fyrir rekstrinum og húsbóndinn freistast til að selja álfastein á lóðinni til að redda málunum fyrir horn. Í kjölfarið skapast upplausnarástand á heimilinu og bendir ýmislegt til að álfarnir séu þar að verki. Sumarlandið er frekar látlaus mynd, einföld og ágætlega skrifuð. Einkum tekst handritshöfundum vel upp framan af á meðan grínið endist en missa aðeins tökin um miðbikið þegar alvarlegur undirtónn og yfirþyrmandi siðferðisboðskapur nær yfirhöndinni; ná sér svo aftur á strik með óvæntu útspili í síðari hluta og eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan endi. Þá er tæknivinnsla, leikmynd og tónlistarval til fyrirmyndar, sérstaklega titillagið Þitt auga sem er afar grípandi. Leikararnir skila flestir sínu vel, svo sem Hallfríður Tryggvadóttir og Nökkvi Helgason í hlutverkum barnanna á heimilinu og sérstaklega Kjartan Guðjónsson sem fjölskyldufaðirinn Óskar. Óskar er andlaus og skammsýnn gróðafíkill sem setur allt á annan endann með sölu á álfasteininum í skiptum fyrir fasteign og flatskjá. Óskari gengur auðvitað líka gott til, steinninn er seldur til að forða fjölskyldunni frá gjaldþroti og tekst Kjartani að koma innra sálarstríði hans vel til skila. Öðru máli gegnir um Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem er viðfelldin sem húsfreyjan og miðillinn Lára en nær ekki að vekja nægilega samúð með persónunni þar sem vantar upp á tilþrifin. Leikstjórinn Grímur Hákonarson á að baki nokkrar stuttmyndir og því enginn sérstakur byrjendabragur á Sumarlandinu þótt hún sé hans fyrsta mynd í fullri lengd. Þó vanti upp á herslumuninn til að gera góðri hugmynd fullnægjandi skil er Sumarlandið á heildina ágætis afþreying. Niðurstaða: Ágætis mynd sem þó geldur fyrir að taka sig of alvarlega á köflum. Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó / *** Sumarlandið Leikstjóri: Grímur Hákonarson Leikarar: Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þóra Tryggvadóttir Sumarlandið segir af fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfatengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum. Viðskiptin standa hins vegar ekki undir láni sem var tekið fyrir rekstrinum og húsbóndinn freistast til að selja álfastein á lóðinni til að redda málunum fyrir horn. Í kjölfarið skapast upplausnarástand á heimilinu og bendir ýmislegt til að álfarnir séu þar að verki. Sumarlandið er frekar látlaus mynd, einföld og ágætlega skrifuð. Einkum tekst handritshöfundum vel upp framan af á meðan grínið endist en missa aðeins tökin um miðbikið þegar alvarlegur undirtónn og yfirþyrmandi siðferðisboðskapur nær yfirhöndinni; ná sér svo aftur á strik með óvæntu útspili í síðari hluta og eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan endi. Þá er tæknivinnsla, leikmynd og tónlistarval til fyrirmyndar, sérstaklega titillagið Þitt auga sem er afar grípandi. Leikararnir skila flestir sínu vel, svo sem Hallfríður Tryggvadóttir og Nökkvi Helgason í hlutverkum barnanna á heimilinu og sérstaklega Kjartan Guðjónsson sem fjölskyldufaðirinn Óskar. Óskar er andlaus og skammsýnn gróðafíkill sem setur allt á annan endann með sölu á álfasteininum í skiptum fyrir fasteign og flatskjá. Óskari gengur auðvitað líka gott til, steinninn er seldur til að forða fjölskyldunni frá gjaldþroti og tekst Kjartani að koma innra sálarstríði hans vel til skila. Öðru máli gegnir um Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem er viðfelldin sem húsfreyjan og miðillinn Lára en nær ekki að vekja nægilega samúð með persónunni þar sem vantar upp á tilþrifin. Leikstjórinn Grímur Hákonarson á að baki nokkrar stuttmyndir og því enginn sérstakur byrjendabragur á Sumarlandinu þótt hún sé hans fyrsta mynd í fullri lengd. Þó vanti upp á herslumuninn til að gera góðri hugmynd fullnægjandi skil er Sumarlandið á heildina ágætis afþreying. Niðurstaða: Ágætis mynd sem þó geldur fyrir að taka sig of alvarlega á köflum.
Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira