Viðskipti erlent

Álverð heldur áfram að hækka í London

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London á fyrstu dögum þessa árs. Í morgun stóð verðið í 2.258 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hafði hækkað um 16 dollara frá því í gærdag.

Þessi þróun er í takt við hækkanir á öðrum málum og hrávöru í upphafi ársins. Þannig er olíuverðið nú komið í 81 dollara fyrir tunnuna og hefur verðið ekki verið hærra í 14 mánuði.

Kopar og gull hafa einnig hækkað töluvert frá áramótum. Kopar einkum vegna verkfalls í stærstu koparnámu Kína og gull vegna þess að fjárfestar hafa áhyggjur af gengisþróun dollarans á næstu vikum og mánuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×