Keppt til úrslita í Leiktu betur 11. nóvember 2010 11:00 Eiga titil að verja Birkir Sigurjónsson, Benjamín Björn Hinriksson og Ingunn Lára Kristjánsdóttir eru í liði MH í ár. Á myndina vantar Unu Hildardóttur sem einnig er í liðinu. fréttablaðið/ANton „Þetta leikhússport er rosa mikið „költ“,“ segir Bryndís Ingvarsdóttir, einn af skipuleggjendum Leiktu betur keppninnar í ár. Úrslit keppninnar verða annað kvöld. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna. Keppnin gengur þannig fyrir sig að tvö lið með fjórum keppendum koma upp á svið og framkvæma spuna út frá nokkrum fyrir fram gefnum atriðum. „Það eru oftast mestu kjánarnir og vitleysingarnir sem taka þátt fyrir sinn skóla,“ segir Bryndís, en tíu skólar keppa í ár. Það eru MH, MR, Kvennó, MK, MS, MA, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar og Verzlunarskólinn. Spurð af hverju fáir kannist við keppnina, sem þó hefur verið haldin frá 2002, segir hún leikhússportið einfaldlega ekki henta öllum. „Það virðast fáir þora að taka þátt og kannski er það þess vegna sem fólk mætir ekki til að horfa á,“ segir Bryndís og bætir við að keppnin eigi ekki heima í sjónvarpi eins og Gettu betur. „Þetta yrði bara ekki eins flott í sjónvarpi.“ Sigurliðið frá því í fyrra, MH, hefur oftast unnið keppnina og því er vert að vita hvort liðsmenn Hamrahlíðarliðsins stefna á sigur í ár. „Ég held að við eigum alveg jafn mikinn séns og aðrir skólar á að vinna í ár,“ segir Benjamín Björn Hinriksson, liðsmaður MH, og segist ekkert vita við hverju eigi að búast af hinum skólunum. „Við hittumst bara á hverjum degi og förum yfir þá spuna sem við erum sterkust í,“ segir Björn spurður út í undirbúninginn. Keppnin fer fram í Tjarnarbíói klukkan 20 annað kvöld, föstudagskvöld, og kostar ekkert inn.- ka Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þetta leikhússport er rosa mikið „költ“,“ segir Bryndís Ingvarsdóttir, einn af skipuleggjendum Leiktu betur keppninnar í ár. Úrslit keppninnar verða annað kvöld. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna. Keppnin gengur þannig fyrir sig að tvö lið með fjórum keppendum koma upp á svið og framkvæma spuna út frá nokkrum fyrir fram gefnum atriðum. „Það eru oftast mestu kjánarnir og vitleysingarnir sem taka þátt fyrir sinn skóla,“ segir Bryndís, en tíu skólar keppa í ár. Það eru MH, MR, Kvennó, MK, MS, MA, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar og Verzlunarskólinn. Spurð af hverju fáir kannist við keppnina, sem þó hefur verið haldin frá 2002, segir hún leikhússportið einfaldlega ekki henta öllum. „Það virðast fáir þora að taka þátt og kannski er það þess vegna sem fólk mætir ekki til að horfa á,“ segir Bryndís og bætir við að keppnin eigi ekki heima í sjónvarpi eins og Gettu betur. „Þetta yrði bara ekki eins flott í sjónvarpi.“ Sigurliðið frá því í fyrra, MH, hefur oftast unnið keppnina og því er vert að vita hvort liðsmenn Hamrahlíðarliðsins stefna á sigur í ár. „Ég held að við eigum alveg jafn mikinn séns og aðrir skólar á að vinna í ár,“ segir Benjamín Björn Hinriksson, liðsmaður MH, og segist ekkert vita við hverju eigi að búast af hinum skólunum. „Við hittumst bara á hverjum degi og förum yfir þá spuna sem við erum sterkust í,“ segir Björn spurður út í undirbúninginn. Keppnin fer fram í Tjarnarbíói klukkan 20 annað kvöld, föstudagskvöld, og kostar ekkert inn.- ka
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira