Sport

Arizona og Baltimore komin áfram í ameríska fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arizona Cardinals og Green Bay Packers báðu saman eftir leikinn.
Leikmenn Arizona Cardinals og Green Bay Packers báðu saman eftir leikinn. Mynd/AP
Arizona Cardinals og Baltimore Ravens tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans og þar með er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. New York Jets og Dallas Cowboys höfðu komist áfram á laugardaginn.

Arizona Cardinals vann 51-45 sigur á Green Bay Packers í mögnuðu framlengdum leik og mætir New Orleans Saints í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar. Það hafa aldrei verið skoruð fleiri stig í einum leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans.

Baltimore Ravens vann 33-14 sigur á New England Patriots á útivelli en þetta var fyrsta heimatap New England í úrslitakeppni síðan 1978. Baltimore Ravens mætir Indianapolis Colts í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar.

Í hinum undanúrslitaleikjunum mætast síðan Dallas Cowboys og Minnesota Vikings í Þjóðardeildinni og New York Jets og San Diego Chargers í Ameríkudeildinni. Allir fjórir leikirnir fara fram um næstu helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×