Innlent

Ætlar ekki að bregðast við niðurstöðu umbótanefndar

Valur Grettisson skrifar
Ingibjör Sólrún Gísladóttir.
Ingibjör Sólrún Gísladóttir.

„Ég sé ekki tilefni til þess að bregðast við niðurstöðunni," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, þegar hún var spurð álits á niðurstöðu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem var haldinn á laugardaginn.

Á fundinum voru kynntar niðurstöður umbótanefndar sem gagnrýndi flokkinn meðal annars fyrir andvaraleysi og afneitun í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn fyrir hrun.

Þá bað Samfylkingin þjóðina afsökunar á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins en Ingibjörg Sólrún var þá formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.

Í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns flokksins og forsætisráðherra, sem hún flutti á fundinum, sagði hún flokkinn hafa verið gerendur en ekki fórnarlömb í þeirri óheillarþróun sem átti sér stað hér landi fyrir hrun.

Hún sagði einnig að afsökunarbeiðnin ætti ekki að koma frá henni eða einstaka forystumönnum heldur alls flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×