Íslenski boltinn

Valur, Þór/KA og Breiðablik byrja öll á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð.
Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð.
Þrjú efstu liðin í Pepsi-deild kvenna í sumar, Valur, Þór/KA og Breiðablik, byrja öll á heimavelli þegar deildin fer af stað á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.

Íslandsmeistarar Vals fá Grindavík í heimsókn, Þór/KA tekur á móti nýliðum ÍBV og Blikastúlkur fá hina nýliðana í Þrótt í heimsókn.

Fyrsti innbyrðisleikur þriggja efstu liðanna frá því í sumar er leikur Vals og Þór/KA í 4. umferðinni. Valur og Breiðablik mætast síðan í 6. umferðinni og í næstu umferð á eftir tekur Breiðablik síðan á móti Þór/KA.

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild kvenna:

Fylkir - Stjarnan

Valur - Grindavík

Þór/KA - ÍBV

Afturelding - KR

Breiðablik - Þróttur

Önnur umferðin í Pepsi-deild kvenna:

Stjarnan - Þróttur R.

Fylkir - Valur

KR - Breiðablik

Grindavík - Þór/KA

ÍBV - Afturelding

Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna:

Afturelding - Þróttur R.

Þór/KA - KR

Valur - ÍBV

Fylkir - Grindavík

Stjarnan - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×