Vörn snúið í sókn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Íslensk ungmenni hafa snúið vörn í sókn í lesskilningi ef marka má niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var vorið 2009 og birtist í gær. Lesskilningi íslenskra nemenda hafði hrakað við hverja mælingu síðasta áratug en nú hefur þróunin snúist við. Ísland er í 11. sæti í lesskilningi af þeim 68 þjóðum sem þátt tóku í PISA-könnuninni að þessu sinni og í 9. sæti af OECD-löndunum 33 sem tóku þátt. Frammistaða íslensku nemendanna í hinum tveimur greinunum sem skoðaðar eru í könnuninni, stærðfræði og náttúrufræði, hefur ekki breyst marktækt. Þar er frammistaðan lakari en í lesskilningi. Ísland er þó yfir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði en undir því í náttúrufræði. Full ástæða er til að fagna þessari ágætu frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Góður lesskilningur liggur til grundvallar frammistöðu í flestum öðrum námsgreinum auk þess sem hann er forsenda þess að geta aflað sér upplýsinga í því textaflóði sem á nútímamanninum dynur. Kannski hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hafa vald á því að nýta sér þær upplýsingar sem búa í öllu því lesmáli sem fyrir augu ber dag hvern. Góður lesskilningur íslenskra barna ber sannarlega grunnskólum landsins gott vitni. Kennarar og forráðamenn íslenskra grunnskóla mega því vera stoltir af frammistöðu sinna barna eins og börnin sjálf og foreldrar þeirra. Engu að síður gefa nokkur atriði sem fram koma í niðurstöðum PISA-könnunarinnar tilefni til að staldra við og huga að því hvað megi betur gera í íslenskum skólum. Ísland er til dæmis ekki lengur í hópi þeirra þjóða sem minnstan breytileika hafa milli frammistöðu nemenda eftir skólum eins og verið hefur og þar hafa íslenskir skólar svarið sig í ætt við skólana í nágrannalöndunum. Sömuleiðis er heilmikill munur á frammistöðu íslenskra nemenda eftir landshlutum og hallar þar heldur á landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Í könnuninni kemur einnig fram verulegur munur á lesskilningi grunnskólanema af íslenskum uppruna annars vegar og nema af erlendum uppruna hins vegar. Þetta á raunar einnig við um frammistöðu í stærðfræði og náttúrufræði og bendir til þess að ekki sé nægilega vel haldið utan um nám barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Sérstaklega er staða nemenda sem eru fæddir erlendis ásamt báðum foreldrum sínum lakleg miðað við aðra nemendur. Margt bendir til þess að mismunur sé að aukast í íslensku samfélagi og niðurstöður PISA-könnunarinnar nú gætu bent til þess að sá mismunur endurspeglist að einhverju leyti í skólunum. Það hefur lengi verið eitt af markmiðum íslensks skólakerfis að stuðla að jafnræði og jafnrétti meðal nemenda og vega að einhverju leyti upp félagslegan mismun. Vera kann að draga megi þá ályktun af niðurstöðum PISA-könnunarinnar að íslenskum grunnskólum takist ekki eins vel upp á þessu sviði og æskilegt væri. Könnun eins og PISA er auðvitað enginn stóri dómur um skólastarf á Íslandi eða í þeim löndum sem taka þátt. Hins vegar er um að gera að rýna í niðurstöðurnar og nýta þær í þeim tilgangi að gera góða skóla enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Íslensk ungmenni hafa snúið vörn í sókn í lesskilningi ef marka má niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var vorið 2009 og birtist í gær. Lesskilningi íslenskra nemenda hafði hrakað við hverja mælingu síðasta áratug en nú hefur þróunin snúist við. Ísland er í 11. sæti í lesskilningi af þeim 68 þjóðum sem þátt tóku í PISA-könnuninni að þessu sinni og í 9. sæti af OECD-löndunum 33 sem tóku þátt. Frammistaða íslensku nemendanna í hinum tveimur greinunum sem skoðaðar eru í könnuninni, stærðfræði og náttúrufræði, hefur ekki breyst marktækt. Þar er frammistaðan lakari en í lesskilningi. Ísland er þó yfir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði en undir því í náttúrufræði. Full ástæða er til að fagna þessari ágætu frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Góður lesskilningur liggur til grundvallar frammistöðu í flestum öðrum námsgreinum auk þess sem hann er forsenda þess að geta aflað sér upplýsinga í því textaflóði sem á nútímamanninum dynur. Kannski hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hafa vald á því að nýta sér þær upplýsingar sem búa í öllu því lesmáli sem fyrir augu ber dag hvern. Góður lesskilningur íslenskra barna ber sannarlega grunnskólum landsins gott vitni. Kennarar og forráðamenn íslenskra grunnskóla mega því vera stoltir af frammistöðu sinna barna eins og börnin sjálf og foreldrar þeirra. Engu að síður gefa nokkur atriði sem fram koma í niðurstöðum PISA-könnunarinnar tilefni til að staldra við og huga að því hvað megi betur gera í íslenskum skólum. Ísland er til dæmis ekki lengur í hópi þeirra þjóða sem minnstan breytileika hafa milli frammistöðu nemenda eftir skólum eins og verið hefur og þar hafa íslenskir skólar svarið sig í ætt við skólana í nágrannalöndunum. Sömuleiðis er heilmikill munur á frammistöðu íslenskra nemenda eftir landshlutum og hallar þar heldur á landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Í könnuninni kemur einnig fram verulegur munur á lesskilningi grunnskólanema af íslenskum uppruna annars vegar og nema af erlendum uppruna hins vegar. Þetta á raunar einnig við um frammistöðu í stærðfræði og náttúrufræði og bendir til þess að ekki sé nægilega vel haldið utan um nám barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Sérstaklega er staða nemenda sem eru fæddir erlendis ásamt báðum foreldrum sínum lakleg miðað við aðra nemendur. Margt bendir til þess að mismunur sé að aukast í íslensku samfélagi og niðurstöður PISA-könnunarinnar nú gætu bent til þess að sá mismunur endurspeglist að einhverju leyti í skólunum. Það hefur lengi verið eitt af markmiðum íslensks skólakerfis að stuðla að jafnræði og jafnrétti meðal nemenda og vega að einhverju leyti upp félagslegan mismun. Vera kann að draga megi þá ályktun af niðurstöðum PISA-könnunarinnar að íslenskum grunnskólum takist ekki eins vel upp á þessu sviði og æskilegt væri. Könnun eins og PISA er auðvitað enginn stóri dómur um skólastarf á Íslandi eða í þeim löndum sem taka þátt. Hins vegar er um að gera að rýna í niðurstöðurnar og nýta þær í þeim tilgangi að gera góða skóla enn betri.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun