Skál fyrir þér! Gerður Kristný skrifar 16. ágúst 2010 06:00 Eitt er það umræðuefni sem undarlega oft virðist brenna á konum en það er hvaða nafni beri að nefna kynfæri þeirra. Til eru fjölmörg heiti yfir þetta líffæri en mörg þykja fullgroddaleg og sum of barnaleg til að það sé viðeigandi að nota þau þegar fullorðnar konur eru annars vegar. Yfir öðrum nöfnum er síðan ekki sama fegurðin og sumum þeim sem notuð eru yfir kynfæri karla. Þess vegna fjalla konur um þetta vandamál reglulega til dæmis í bókum, bloggi, leikritum - og pistlum eins og þessum. Engin lausn hefur fundist - fyrr en nú. Fyrir stuttu rifjaðist nefnilega upp fyrir mér vetrardagur nokkur í lok 8. áratugarins. Ég var níu eða tíu ára gömul, nýkomin af fimleikaæfingu hjá Fylki og beið eftir strætó. Það var kalt og snjófjúkið þyrlaðist um Árbæinn. Ekki var ég ein í biðskýlinu því þennan dag átti maður nokkur líka leið ofan í bæ. Hann var hrumur af elli og sérdeilis spurull. Mér hafði verið kennt að vera kurteis við fullorðið fólk og svaraði öllum spurningunum sem hann lagði fyrir mig samviskusamlega. Maðurinn vildi fá að vita hvað ég héti, hvað ég væri gömul, hvaðan ég væri að koma, hvar ég byggi, hvað foreldrar mínir hétu, hvað þeir gerðu og síðast en ekki síst hvað ég ætti mörg systkini. Þegar hann fékk að vita að þau væru þrjú varð hann eilítið hugsi. Dágóða stund stóð hann þögull og horfði út í fjúkið. Síðan varð honum að orði: „Það er allt í lagi að eignast fjögur börn en eftir það eiga konur líka að loka skálinni!" Skálinni, takk fyrir! Kannast hlustendur við að hafa heyrt orðið „skálin" notað í þessari merkingu? Þetta er vissulega svolítið sérskakt orðaval en alls ekki ósnoturt. Skál er vitaskuld þarft og ævafornt fyrirbæri. Varla er til það þjóðminjasafn í heiminum að ekki finnist þar skál sem bæði karlar og konur hafa þá farið um höndum. Í skálinni var sjálf fæðan höfð sem ól kynslóð eftir kynslóð. Í norrænni goðafræði er sagt frá því þegar guðirnir tóku Loka höndum og bundu á klett. Fyrir ofan andlitið á honum er slanga sem læki eitri ofan í vit hans ef Laufey, móðir hans, héldi ekki skál fyrir ofan hann. Skálin er málið. Þegar þið heyrið fólk lyfta glösum í gleðskap og skála leiðið þá hugann að því hvað raunverulega er verið að hylla. Skál! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Eitt er það umræðuefni sem undarlega oft virðist brenna á konum en það er hvaða nafni beri að nefna kynfæri þeirra. Til eru fjölmörg heiti yfir þetta líffæri en mörg þykja fullgroddaleg og sum of barnaleg til að það sé viðeigandi að nota þau þegar fullorðnar konur eru annars vegar. Yfir öðrum nöfnum er síðan ekki sama fegurðin og sumum þeim sem notuð eru yfir kynfæri karla. Þess vegna fjalla konur um þetta vandamál reglulega til dæmis í bókum, bloggi, leikritum - og pistlum eins og þessum. Engin lausn hefur fundist - fyrr en nú. Fyrir stuttu rifjaðist nefnilega upp fyrir mér vetrardagur nokkur í lok 8. áratugarins. Ég var níu eða tíu ára gömul, nýkomin af fimleikaæfingu hjá Fylki og beið eftir strætó. Það var kalt og snjófjúkið þyrlaðist um Árbæinn. Ekki var ég ein í biðskýlinu því þennan dag átti maður nokkur líka leið ofan í bæ. Hann var hrumur af elli og sérdeilis spurull. Mér hafði verið kennt að vera kurteis við fullorðið fólk og svaraði öllum spurningunum sem hann lagði fyrir mig samviskusamlega. Maðurinn vildi fá að vita hvað ég héti, hvað ég væri gömul, hvaðan ég væri að koma, hvar ég byggi, hvað foreldrar mínir hétu, hvað þeir gerðu og síðast en ekki síst hvað ég ætti mörg systkini. Þegar hann fékk að vita að þau væru þrjú varð hann eilítið hugsi. Dágóða stund stóð hann þögull og horfði út í fjúkið. Síðan varð honum að orði: „Það er allt í lagi að eignast fjögur börn en eftir það eiga konur líka að loka skálinni!" Skálinni, takk fyrir! Kannast hlustendur við að hafa heyrt orðið „skálin" notað í þessari merkingu? Þetta er vissulega svolítið sérskakt orðaval en alls ekki ósnoturt. Skál er vitaskuld þarft og ævafornt fyrirbæri. Varla er til það þjóðminjasafn í heiminum að ekki finnist þar skál sem bæði karlar og konur hafa þá farið um höndum. Í skálinni var sjálf fæðan höfð sem ól kynslóð eftir kynslóð. Í norrænni goðafræði er sagt frá því þegar guðirnir tóku Loka höndum og bundu á klett. Fyrir ofan andlitið á honum er slanga sem læki eitri ofan í vit hans ef Laufey, móðir hans, héldi ekki skál fyrir ofan hann. Skálin er málið. Þegar þið heyrið fólk lyfta glösum í gleðskap og skála leiðið þá hugann að því hvað raunverulega er verið að hylla. Skál!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun