Lífið

Christina Aguilera stolt móðir

Christina Aguilera. MYND/Cover Media
Christina Aguilera. MYND/Cover Media

Söngkonan Christina Aguilera, 29 ára, segir að tveggja ára sonur hennar, Max, sé verðandi trommari sem ræði stanslaust um allt á milli himins og jarðar.

Christina, sem á soninn með eiginmann sínum, Jordan Bratman, elskar að vera móðir.

„Hann hættir ekki að tala og er alltaf að læra ný orð," sagði Christine.

Söngkonan veit fátt skemmtilegra en að lesa fyrir Max sem er fljótur að meðtaka allar upplýsingarnar sem móðir hans les fyrir hann úr bókunum.

„Við hlustum líka oft á tónlist saman. Max elskar trommur. Ég held hann verði trommari þegar hann verður eldri," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.