Lífið

Leitinni að Lisbeth Salander lokið

Rooney Mara leikur Lisbeth Salander.
Rooney Mara leikur Lisbeth Salander. Mynd/Merrick Morton
Heimsbyggðin hefur síðustu mánuði fylgst náið með fréttaflóðinu af leitinni að leikkonunni sem hreppir hlutverk Lisbeth Salander í bandarískri útgáfu kvikmynda eftir spennubókum Svíans Stieg Larsson.

Nú síðast í morgun kvisuðust út um vefinn þær fregnir að Scarlett Johansson væri á góðri leið með að næla sér í hlutverkið, enda hefði hún æft upp sænskan hreim með stæl.

Rétt í þessu sendi Columbia-kvikmyndaverið aftur á móti frá sér tilkynningu þess efnist að leikkonan Rooney Mara hafi verið valin í hlutverk tölvupönkarans Salander.

Daniel Craig verður Mikael Blomkvist.Mynd/Greg Williams
Hún leikur því á móti Daniel Craig sem réði sig í hlutverk rannsóknarblaðamannsins Mikael Blomkvist í vor. Þau byrja tökur í Svíþjóð í september og verður fyrsta myndin í þríleyknum, Karlar sem hata konur, frumsýnd í desember á næsta ári.

Stærsta hlutverk Rooney Mara hingað til er í myndinni um stofnun Facebook, The Social Network, en henni er einmitt leikstýrt af David Fincher, sem leikstýrir einnig Millenium-þríleyknum um þau Salander og Blomkvist.


Tengdar fréttir

Tekin upp í Svíþjóð

Eins og flestum er kunnugt vinnur leikstjórinn David Fincher nú hörðum höndum að því að undirbúa tökur á myndinni, The girl with the dragon tattoo, sem er byggð á metsölubókinni Karlar sem hata konur eftir sænska höfundinn Stieg Larsson.

Bond verður Blomkvist

Línur eru smám saman að skýrast með bandarísku endurgerðina af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Brad Pitt virðist ekki ætla að leika rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist.

Robin Wright sem Erika Berger

Robin Wright hefur verið ráðin í hlutverk Eriku Berger í bandarísku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Persónan Berger er ritstjóri tímaritsins Millenium og ástkona blaðamannsins Mikaels Blomkvist, sem Daniel Craig mun leika. Enn á eftir að ráða í hlutverk Lisbeth Salander. Wright hefur á ferilsskránni myndir á borð við Forrest Gump, Unbreakable og State of Play.

Scarlett næsta Salander?

Leikkonan Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander fyrir bandarísku útgáfuna af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Nánast daglega berast fregnir af ungum Hollywood-stirnum sem keppast um að hreppa hnossið og nú ber nafn 25 ára leikkonunnar Scarlett á góma. Leikstjórinn þykir hrifinn af Scarlett og hennar frammistöðu í áheyrnarprófinu. Einnig fylgir sögunni að Scarlett er mjög spennt fyrir að takast á við karakterinn.

Klippti hárið til að fá hlutverkið

Leikkonan Emma Watson lét nýverið klippa á sig drengjakoll því hún þráir fátt annað en að leika Lisbeth Salander í bandarísku útgáfunni af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Fjöldi leikkvenna er sagður koma til greina sem Salander eins og Kristen Stewart, Carey Mulligan og Ellen Page. Leikstjórinn David Fincher hefur ráðið Daniel Craig sem Mikael Blomkvist og Robin Wright í hlutverk Eriku Berger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.