Lífið

Scarlett næsta Salander?

Scarlett Johansson. MYND/Cover Media
Scarlett Johansson. MYND/Cover Media

Leikkonan Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander fyrir bandarísku útgáfuna af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson.

Nánast daglega berast fregnir af ungum Hollywood-stirnum sem keppast um að hreppa hnossið og nú er því haldið fram að 25 ára leikkonan Scarlett Johansson verði fyrir valinu.

Leikstjórinn David Fincher þykir hrifinn af Scarlett og hennar frammistöðu í áheyrnarprófinu. Einnig fylgir sögunni að Scarlett er mjög spennt fyrir að takast á við hlutverkið.

David hefur nú þegar ráðið Daniel Craig sem Mikael Blomkvist og Robin Wright í hlutvek Eriku Berger.

Hver er besti bloggari Íslands að þínu mati?(Lífið á Facebook)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.