Lífið

Breyttist eftir að hún eignaðist barn

Bridget Moynahan. MYND/Cover Media
Bridget Moynahan. MYND/Cover Media

Leikkonan Bridget Moynahan, 39 ára, segir að eftir að hún varð móðir hafi líf hennar breyst til hins betra.

Bridget á tveggja ára son, Jack, með fyrrverandi unnusta sínum, amerísku fótboltastjörnunni Tom Brady. Hún segir barnsföður sinn standa sig vel sem helgarpabba og að reynsla hennar með Tom hafi gert hana sterkari ef eitthvað er.

„Að vera móðir, hvort sem þú ert einstæð eða ekki, er alls ekkert auðvelt hlutverk. Ég er ekki að kvarta yfir neinu því líf mitt er frábært. Sonur minn er í góðu jafnvægi þrátt fyrir þá staðreynd að við, foreldrar hans erum ekki saman. Hans koma í heiminn hefur algjörlega breytt mér og lífi mínu til hins betra," sagði Bridget.

Bridget áttaði sig á að hún var barnshafandi stuttu eftir að hún hætti með Tom en hann er í dag giftur brasilísku ofurfyrirsætunni Gisele Bundchen og á með henni 8 mánaða gamlan son, Benjamin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.