Körfubolti

Ágúst: Vantaði baráttu og betri vörn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andre Dabney á ferðinni í kvöld. Mynd/Stefán
Andre Dabney á ferðinni í kvöld. Mynd/Stefán

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Þeir eru úr leik í bikarnum eftir að hafa tapað fyrir KR á sannfærandi hátt.

„Við spiluðum engan veginn nægilega vel í þessum leik. Við eigum að geta barist betur og spilað betri vörn. KR er að skora alltof mörg stig hér í upphafi leiks. Svo fylgdi því deyfð að vera undir og menn fóru of mikið að einblína á stöðuna í stað þess að einblína á spilamennskuna."

„Við fáum verðugt verkefni í næsta leik þegar við fáum toppliðið (Snæfell) í heimsókn. Það verður hörkuleikur og við förum yfir það sem við þurfum að læra af þessum leik."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×