Steinunn Stefánsdóttir: Á móti vindi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. júní 2010 06:00 Íslendingar fagna því í dag að liðin eru 95 ár frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sá áfangi náðist fyrir þrotlausa vinnu og baráttu kvenna undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og markar ákveðið upphaf kvennabaráttu á Íslandi, baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna. Ekki þótti öllum sjálfsagt þarna fyrir 95 árum að konur fengju kosningarétt. Bríet og stallsystur hennar létu andbyrinn í samfélaginu þó ekki á sig fá en héldu fram málstað jafnréttisins fullvissar um að þær væru á réttri leið og með tímanum hefur það orðið æ fjarstæðukenndara að búa í samfélagi þar sem kosningaréttur er bundinn við kyn. Síðan hafa konur sem standa í framlínu kvennabaráttunnar mátt gera eins og Bríet og konurnar sem með henni störfuðu, standa af sér, ekki bara gagnrýni á þann málstað sem þær berjast fyrir, heldur illt umtal, óhróður og aðkast. Það hefur nefnilega alltaf verið veiðileyfi á konur sem ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir réttindum sínum. Rauðsokkur urðu fyrir aðkasti vegna baráttumála sinna og aðferða á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Þegar litið er um öxl og farið yfir þau mál sem þær beittu sér helst fyrir kemur þó í ljós að um var að ræða baráttumál sem í dag flokkast sem sjálfsögð réttindi, bæði málefni sem kröfðust breytinga á lagasetningu og hin sem eingöngu snerust um breytt viðhorf. Nefna má aðgengi að langskólanámi, sömu laun fyrir sömu vinnu, dagvistarrými fyrir öll börn og sjálfsákvörðunarrétt kvenna varðandi fóstureyðingar. Enn í dag mæta konur sem berjast fyrir réttindum kvenna og einnig margar konur sem sigrað hafa karlavígi, án þess að hafa beinlínis sett jafnréttisbaráttu á oddinn, miklum mótbyr. Skemmst er að minnast að við þá siðbót sem krafist hefur verið á Alþingi hefur almenningsálitið gengið mun harðar fram gagnvart konum en körlum. Umsátur karlahóps um heimili tveggja þingkvenna nú á vordögum vegna styrkja og lána sem þær höfðu fengið var lýsandi dæmi um þetta því ekki datt umsátursmönnunum í hug að sækja heim starfsbræður þeirra sem þó höfðu sumir þegið meira en þær. Einnig má nefna andstyggilegan útúrsnúningur á orðum leiðtoga lista vinstri grænna í borgarstjórn í blaðaviðtali í aðdraganda kosninga. Í orði eru flestir sammála um að jafnrétti kynjanna sé það sem stefna beri að. Ágreiningur stendur að hluta til um það hversu vel eða illa okkur hefur orðið ágengt og svo að hversu miklu leyti grípa á til „handvirkra" aðgerða svo sem lagasetningar til þess að greiða fyrir þróuninni. Þann 24. október verða liðin 35 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu einn dag til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu og kjörum. Dagurinn verður helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Það er einnig tilvalið tækifæri til að að segja rógsherferðinni á hendur kvennabaráttunni stríð á hendur. Að öllum líkindum munu komandi kynslóðir líta á þau mál sem kvenréttindabarátta dagsins í dag snýst um sem jafnsjálfsögð réttindi og við sem nú erum á dögum lítum á kosningaréttinn og dagvistarrýmin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Íslendingar fagna því í dag að liðin eru 95 ár frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sá áfangi náðist fyrir þrotlausa vinnu og baráttu kvenna undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og markar ákveðið upphaf kvennabaráttu á Íslandi, baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna. Ekki þótti öllum sjálfsagt þarna fyrir 95 árum að konur fengju kosningarétt. Bríet og stallsystur hennar létu andbyrinn í samfélaginu þó ekki á sig fá en héldu fram málstað jafnréttisins fullvissar um að þær væru á réttri leið og með tímanum hefur það orðið æ fjarstæðukenndara að búa í samfélagi þar sem kosningaréttur er bundinn við kyn. Síðan hafa konur sem standa í framlínu kvennabaráttunnar mátt gera eins og Bríet og konurnar sem með henni störfuðu, standa af sér, ekki bara gagnrýni á þann málstað sem þær berjast fyrir, heldur illt umtal, óhróður og aðkast. Það hefur nefnilega alltaf verið veiðileyfi á konur sem ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir réttindum sínum. Rauðsokkur urðu fyrir aðkasti vegna baráttumála sinna og aðferða á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Þegar litið er um öxl og farið yfir þau mál sem þær beittu sér helst fyrir kemur þó í ljós að um var að ræða baráttumál sem í dag flokkast sem sjálfsögð réttindi, bæði málefni sem kröfðust breytinga á lagasetningu og hin sem eingöngu snerust um breytt viðhorf. Nefna má aðgengi að langskólanámi, sömu laun fyrir sömu vinnu, dagvistarrými fyrir öll börn og sjálfsákvörðunarrétt kvenna varðandi fóstureyðingar. Enn í dag mæta konur sem berjast fyrir réttindum kvenna og einnig margar konur sem sigrað hafa karlavígi, án þess að hafa beinlínis sett jafnréttisbaráttu á oddinn, miklum mótbyr. Skemmst er að minnast að við þá siðbót sem krafist hefur verið á Alþingi hefur almenningsálitið gengið mun harðar fram gagnvart konum en körlum. Umsátur karlahóps um heimili tveggja þingkvenna nú á vordögum vegna styrkja og lána sem þær höfðu fengið var lýsandi dæmi um þetta því ekki datt umsátursmönnunum í hug að sækja heim starfsbræður þeirra sem þó höfðu sumir þegið meira en þær. Einnig má nefna andstyggilegan útúrsnúningur á orðum leiðtoga lista vinstri grænna í borgarstjórn í blaðaviðtali í aðdraganda kosninga. Í orði eru flestir sammála um að jafnrétti kynjanna sé það sem stefna beri að. Ágreiningur stendur að hluta til um það hversu vel eða illa okkur hefur orðið ágengt og svo að hversu miklu leyti grípa á til „handvirkra" aðgerða svo sem lagasetningar til þess að greiða fyrir þróuninni. Þann 24. október verða liðin 35 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu einn dag til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu og kjörum. Dagurinn verður helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Það er einnig tilvalið tækifæri til að að segja rógsherferðinni á hendur kvennabaráttunni stríð á hendur. Að öllum líkindum munu komandi kynslóðir líta á þau mál sem kvenréttindabarátta dagsins í dag snýst um sem jafnsjálfsögð réttindi og við sem nú erum á dögum lítum á kosningaréttinn og dagvistarrýmin.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun