Körfubolti

KFÍ missir einn útlending en fær tvo í staðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Igor Tratnik (til vinstri) kemur ekki aftur til KFÍ en Craig Schoen er að fara að spila sitt þriðja tímabil.
Igor Tratnik (til vinstri) kemur ekki aftur til KFÍ en Craig Schoen er að fara að spila sitt þriðja tímabil. Mynd/Heimasíða KFÍ
Nýliðar KFÍ í Ieland Express deild karla hafa verið að setja saman leikmannahópinn sinn á síðustu dögum og í gær var ljóst að Bosníumaðurinn Edin Suljic og Englendingurinn Carl Josey munu spila með liðinu í vetur. Þetta kom fram á heimasíðu KFÍ.

Edin Suljic er 203 cm á hæð og var að ljúka skólavist í Eastern Illinois University. Edin er upprunarlega frá Bosníu en fluttist til Bandaríkjanna árið 2001. Carl Josey er 192 cm lítill framherji sem hefur spilað um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum og lauk skólavist í vor.

KFÍ sér hinsvegar á eftir hinum frábæra miðherja Igor Tratnik sem hefur gert samning við Tenerife Rural frá Spáni. Tratnik gerði samning við KFÍ um að spila hér, en var með klásúlu um að fá sig lausan ef boð frá stærra liði bærist.

Bandaríski bakvörðurinn Craig Schoen spilar sitt þriðja tímabil með KFÍ í vetur en liðið er nú þjálfað af Bandaríkjamanninum B.J. Aldridge sem mætir á Ísafjörð í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×