Sport

Gríðarlegt lyfjaeftirlit á ÓL í London 2012

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marion Jones er á meðal þeirra íþróttamanna sem hafa svindlað á Ólympíuleikum.
Marion Jones er á meðal þeirra íþróttamanna sem hafa svindlað á Ólympíuleikum.

Fleiri lyfjapróf verða tekin á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en voru tekin á ÓL í Peking árið 2008. Alls verða tekin í kringum 5.000 lyfjapróf í London en það er 10 prósent meira en í Peking.

Tuttugu lyfjapróf sem tekin voru í Peking reyndust vera jákvæð. Einhver próf gætu svo reynst jákvæð síðar.

Skipuleggjendur ÓL í London segja nauðsynlegt að senda út skýr skilaboð um að íþróttamenn á ólöglegum lyfjum séu ekki velkomnir í London.

Ólympíunefndin mun enn fremur taka 1.200 lyfjapróf á ÓL fatlaðra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×