Mikilvægt að keppa í nýjum löndum 15. október 2010 14:40 Allt ætti að vera klárt fyrir Formúlu 1 mótið í Suður Kóreu um næstu helgi, þrátt fyrir tafir við brautargerðina. Mynd: AP Images Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu. Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu.
Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira