Handbolti

Óskar Bjarni: Skandall hvernig við mætum til leiks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óskar Bjarni gefur ráðleggingar í kvöld.
Óskar Bjarni gefur ráðleggingar í kvöld. Mynd/Anton

„Við gefum eftir í lokin. Það vantaði kraft til þess að klára leikinn. Elvar, Ólafur og Arnór voru búnir að ná þessu upp en svo vantaði bara kraftinn í að fara alla leið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn HK í kvöld.

„Þetta er eiginlega sorglegt. Ef við hefðum risið upp og farið fram úr þeim þá hefðu þeir algjörlega brotnað. Þegar við vorum komnir með þá vantaði blóð á tennurnar til þess að klára dæmið."

Fyrri hálfleikur hjá Val var átakanlega lélegur og Óskar Bjarni var langt frá því að vera sáttur með strákana sína þá.

„Það er bara skandall hvernig við mætum til leiks. Ég veit ekki hvort menn séu byrjaðir að hugsa um bikarúrslitaleikinn um næstu helgi. Hvort sem það var þá er þetta ekki boðlegt. Þessi fyrri hálfleikur var alveg hræðilegur," sagði Óskar en allt annað Valslið var á vellinum í síðari hálfleik.

„Það var karakter. Ingvar stóð sig frábærlega í markinu. Ólafur kom flottur í sóknina, Fúsi góður sem og Gunni Harðar," sagði Óskar Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×