Lífið

Facebook: Þú eignast ekki 500 milljón vini án þess að eignast nokkra óvini

Jesse Eisenberg leikur Mark Zuckerberg í myndinni, sem verður frumsýnd í haust.
Jesse Eisenberg leikur Mark Zuckerberg í myndinni, sem verður frumsýnd í haust.
Um helgina fór markaðsvél Columbia-kvikmyndaversins í gang til að kynna kvikmyndina The Social Network, sem fjallar um Mark Zuckerberg og stofnun samskiptavefsins Facebook.

Fyrsta vopnið sem markaðsdeildin notar er plakat fyrir myndina sem er afar vel heppnað. Þar sést leikarinn Jesse Eisenberg í hlutverki Zuckerberg og fer það ekki milli mála að hér er hvorki grínmynd eða hefðbundin heimildarmynd á ferð. Líkja álitsgjafar þessari ljósmynd af Eisenberg við American Psycho eða jafnvel Freddy Krueger.

„Þú eignast ekki 500 milljón vini án þess að eignast nokkra óvini" stendur síðan stórum stöfum á plakatinu. Er þar vísað í hluta af söguþræði myndarinnar sem fjallar um deilurnar milli Zuckerberg og fyrrum skólafélaga hans sem sökuðu hann um að hafa stolið hugmyndinni að Facebook frá sér. Þá er komin í loftið heimasíða fyrir myndina en slóðin á hana er 500millionfriends.com.

Justin Timberlake leikur einnig í myndinni en henni er leikstýrt af David Fincher. Hún verður frumsýnd 1. október vestanhafs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.