Sport

Keppt í áströlskum fótbolta á Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LIð Griðunga.
LIð Griðunga.

Um síðustu helgi var í fyrsta skipti á Íslandi keppt í áströlskum fótbolta. Sérstakt bikarmót var haldið á félagssvæði HK í Fagralundi þar sem þrjú lið mættu til leiks.

Þau heita Drekarnir, Gammarnir og Griðungarnir. Gammarnir stóðu uppi sem sigurvegarar í mótinu.

Aðstandendur voru ánægðir með mótið sem þeir segja að hafi heppnast í alla staði vel. Stefnt er að því að halda Íslandsmót í íþróttinni síðar og einnig stendur til að senda landslið á Evrópumótið.

Þetta er ný íþrótt hér á landi og stunda um 30 manns íþróttina að staðaldri sem stendur. Landsliðið tók þátt á Evrópubikarmóti í Króatíu í fyrra þar sem það vann þrjá leiki af fimm. Ísland hafnaði í níunda sæti af sextán liðum.

Nánari upplýsingar um íþróttina má sjá á heimasíðu félagsins, www.andspyrna.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×