Sport

Hvað er framundan á Íþróttaárinu 2010?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA, með Heimsmeistarabikarinn eftirsótta.
Sepp Blatter, forseti FIFA, með Heimsmeistarabikarinn eftirsótta. Mynd/AFP

Það verður að sjálfsögðu nóg um að vera á íþróttaárinu 2010 eins og öllum árunum á undan en það sem stendur hæst er að þetta er HM-ár. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í Suður-Afríku í sumar. Hér fyrir neðan má finna nokkra af stærstu íþróttaviðburðum komandi árs á erlendum vettvangi.

Afríkukeppnin í fótbolta fer fram í Angóla 10. til. 31. janúar.

Evrópukeppnin í handbolta karla fer fram í Austurríki frá 19. til 31. janúar.

Super Bowl leikurinn í ameríska fótboltanum fer fram á Dolphin vellinum í Miami 7. febrúar.

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Vancouver í Kanada frá 12. til 28. ferbúar.

Stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fer fram 14. febrúar fyrir fram meira en hundrað þúsund manns á Cowboys-vellinum í Arlington í Texas.

Michael Schumacher hefur keppni á ný í formúlu eitt á fyrsta móti ársins í Barein 11. til 14. mars.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á Santiago Bernabéu vellinum í Madríd á Spáni 22. maí.

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í Suður-Afríku frá 11. júní til 11. júlí.

Heimsmeistarakeppnin í körfubolta karla fer fram í Tyrklandi 28. ágúst til 12. september.

Heimsmeistarakeppnin í körfubolta kvenna fer fram í Tékklandi 23. september til 3. október.

Asíuleikarnir fara fram í Guangzhou í Kína 12. til 27. nóvember

Evrópukeppnin í handbolta kvenna fer fram í Noregi og Danmörku frá 7. til 19. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×