Lífið

Sigga Beinteins syngur með Páli Óskari

Hefð er fyrir því að gestir mæti með Palla á ballið og í ár ætlar Sigga að koma og gleðja gesti.fréttablaðið/gva
Hefð er fyrir því að gestir mæti með Palla á ballið og í ár ætlar Sigga að koma og gleðja gesti.fréttablaðið/gva
Á morgun fer fram hið árlega Gay Pride ball Páls Óskars í tilefni af Hinsegin dögum. Palli hefur haldið ball á Gay Pride frá því að hátíðin hófst 1999 og troðfyllt húsið í hvert einasta sinn. Síðustu ár hafa húsin stækkað með hátíðinni og hefur ballið verið í þónokkurn tíma á Nasa. Þar þeytir Palli skífum ásamt því að syngja öll sín bestu lög og virðist ekkert lát vera á vinsældum ballsins.

Palli hefur haft það að hefð að bjóða gestum til að fagna með sér á sviði og í ár kynnir hann stoltur fríðann flokk með sér á sviðið. Það eru ekki minni nöfn en Friðrik Ómar, Haffi Haff, Erpur Eyvindarson og Sigga Beinteins.

Siggi býst við miklu fjöri. „Ég hef ekki tekið þátt í þessum degi áður því að ég er oftast ekki á landinu á þessum tíma. En nú er ég heima og ákvað að vera með þegar Palli hringdi í mig,“ segir hún spennt fyrir fyrstu hátíðinni sinni. „Ég verð ekki með atriði í göngunni en ætla þó að labba með niður Laugarveginn áður en ég stíg á svið á Arnarhóli,“ segir Sigga. Um nóttina syngur hún síðan nokkur lög fyrir gesti ballsins ásamt því að hún og Palli taka eitt lag saman.

Húsið er skreytt hátt og lágt og samkvæmt Palla er tónlistin allt frá því að vera nýtt og nýjasta yfir í að stikla á stóru í tónlistarsögu samkynhneigðra í gegnum tíðina.

„Erpur kemur síðan um nóttina og ætlum við að taka saman lagið Viltu Dick? Við tókum það saman um verslunarmannahelgina á Akureyri og það varð allt truflað!“ segir Páll Óskar. - ls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×