Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað 26. mars 2010 11:10 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.Bankarnir sem hér um ræðir eru EBH Bank og Dexia Bank. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu fékk EBH Bank Dexia Bank á tímabili til þess að kaupa hluti í sér rétt fyrir lokun markaðarins til þess eins að halda gengi hlutanna í EBH Bank uppi.Eftirlitið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að EBH Bank hafi leikið þennan leik á eigin spýtur með því að nota einn af sjóðum sínum, EBH-Fonden, til þess að kaupa hluti í bankanum. Með þessu hafi bankinn villt fyrir markaðinum um hve mikil eftirspurn væri eftir þessum hlutum og hvert gengi þeirra ætti að vera í rauninni.Nis Jul Clausen prófessor við Syddansk háskólann segir að engin dæmi finnist um það í sögu Danmerlur að banki hafi verið kærður til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun. „Þetta er einsdæmi," segir Clausen og bendir jafnframt á að fjármálaeftirlitið sé að kanna fleiri danska banka vegna svipaðra brota.Fram kemur í fréttinni að ef stjórnír EBH Bank og Dexia Bank verði fundin sek um þessa markaðsmisnotkun bíði þeirra harðir fangelsisdómar og það óskilorðsbundnir samkvæmt lagarammanum um slík brot. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.Bankarnir sem hér um ræðir eru EBH Bank og Dexia Bank. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu fékk EBH Bank Dexia Bank á tímabili til þess að kaupa hluti í sér rétt fyrir lokun markaðarins til þess eins að halda gengi hlutanna í EBH Bank uppi.Eftirlitið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að EBH Bank hafi leikið þennan leik á eigin spýtur með því að nota einn af sjóðum sínum, EBH-Fonden, til þess að kaupa hluti í bankanum. Með þessu hafi bankinn villt fyrir markaðinum um hve mikil eftirspurn væri eftir þessum hlutum og hvert gengi þeirra ætti að vera í rauninni.Nis Jul Clausen prófessor við Syddansk háskólann segir að engin dæmi finnist um það í sögu Danmerlur að banki hafi verið kærður til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun. „Þetta er einsdæmi," segir Clausen og bendir jafnframt á að fjármálaeftirlitið sé að kanna fleiri danska banka vegna svipaðra brota.Fram kemur í fréttinni að ef stjórnír EBH Bank og Dexia Bank verði fundin sek um þessa markaðsmisnotkun bíði þeirra harðir fangelsisdómar og það óskilorðsbundnir samkvæmt lagarammanum um slík brot.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira