Viðskipti erlent

Uppsagnir og verkfall hjá Danmarks Radio

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn DR bera hag stofnunarinnar fyrir brjósti. Mynd/ afp.
Starfsmenn DR bera hag stofnunarinnar fyrir brjósti. Mynd/ afp.
Fjöldi starfsmanna á Danmarks Radio, sem er danska ríkisútvarpið, hefur ákveðið að leggja niður störf. Ástæðan er óánægja með að samstarfsmönnum þeirra var sagt upp í morgun vegna niðurskurðar.

Alls eru það 104 sem missa vinnuna sína í hagræðingaraðgerðum stofnunarinnar, sem tilkynntar voru í morgun. Af þeim var 67 manns sagt upp en starfslokasamningur var gerður við 37.

Danmarks Radio er gert að spara 70-80 milljónir danskra króna í ár. Það jafngildir um 1,4 - 1,6 milljörðum íslenskra króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×